Harpa Dögg. Ljósm. tfk.

Harpa sigraði í Hrímnisfjórgangi

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi sigruðu á dögunum í Hrímnisfjórgangi í fyrstu keppni vetrarins í Meistaradeild Líflands og æskunnar. Harpa Dögg er 14 ára gömul, nemandi í 10. bekk, og efnilegur knapi. Hún kemur af miklu hestafólki og hefur verið á kafi í hestamennsku allt sitt líf.

„Ég var bara mjög lítil þegar ég byrjaði að ríða út. Svo þegar ég var orðin aðeins eldri fór ég að keppa og hef mikið verið að keppa síðustu ár,“ segir Harpa í samtali við Skessuhorn. Hún mætir á hverjum degi í hesthúsið strax eftir skóla og sinnir þjálfun á átta hrossum. „Ég fer bara í allt það sem þarf að gera í hesthúsinu; moka, gef þeim og þjálfa en við fjölskyldan erum öll í þessu saman. Svo er ég líka að vinna hjá honum Lárusi Ástmari Hannessyni og er þar eiginlega allan daginn,“ segir Harpa. „Þar er ég að vinna við að þjálfa hesta, bæði fara á bak á þeim og vinna með þá í hendi,“ bætir hún við. Síðustu þrjú sumur hefur hún að auki verið að vinna á Skáney í Borgarfirði.

Á Meistaramóti Líflands og æskunnar er Harpa bæði að keppa í einstaklingskeppni og í liðakeppni en hún er í Icewear liðinu ásamt þeim Kolbrúnu Kötlu Halldórsdóttur, Kolbrúnu Sif Sindradóttur og Kristínu Karlsdóttir, en þeirra lið var í öðru sæti í liðakeppninni á síðasta móti. Aðspurð segir hún næsta mót verða um næstu helgi þar sem keppt verður í fimmgangi. „Þar verð ég með annan hest,“ segir Harpa. Aðspurð segir hún nóg að gera í hestamennskunni en veturinn er þétt skipaður af mótum og í sumar taka við útimót. „Það er nóg að gera,“ segir hún og hlær.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira