Anna Soffía Lárusdóttir. Með henni eru þau María Valdimarsdóttir, móðir hennar, og Kristinn Hjörleifsson en þau eru stjórnarfólk í Snæfelli. Ljósm. sá.

Anna Soffía er Íþróttamaður Snæfells 2020

Körfuknattleikskonan Anna Soffía Lárusdóttir hefur verið valin Íþróttamaður Umf. Snæfells árið 2020. Á síðustu leiktíð tók hún stórt stökk á sínum ferli en hún spilaði stórt hlutverk í úrvalsdeildarliði Snæfells. „Anna Soffía fór úr því að verða efnileg í það að vera fullmótaður leikmaður með mikinn metnað fyrir sínum leik. Hún var máttarstólpi liðsins í vörninni og fékk ávallt það hlutverk að stoppa helstu skorara andstæðingsins. Styrkur góðra leikmanna er hins vegar að vera góður á báðum endum vallarins en Anna Soffía átti frábæra leiki sóknarlega og var óhrædd að keyra á körfuna í bland við hennar frábæru skot,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Þá segir að Anna Soffía sé mikill liðsmaður bæði innan sem utan vallar og er hún frábær fyrirmynd yngri iðkenda. „Anna Soffía hefur með miklum metnaði og aukaæfingum lyft sínum leik á hærra plan. Hún á nú sjö landsleiki með undir 20 ára og níu landsleiki með undir 16 ára í körfu.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira