Hér má sjá hluta kvennanna sem sá um að setja sykur, sultu og rjóma á pönnukökurnar ásamt því að pakka þeim. Ljósm. þa.

Seldu á þriðja þúsund sólarpönnukökur

Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur tóku daginn snemma fimmtudaginn 11. febrúar síðastliðinn. Tilefnið var að baka hinar árlegu sólarpönnukökur en þetta er ein stærsta fjáröflun félagsins. Öllum sóttvörnum var að sjálfsögðu fylgt í hvívetna og gekk það vel að sögn kvenfélagskvenna. Fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu taka alltaf vel við sér þegar þeim eru boðnar sólarpönnukökur og seldust 2200 pönnukökur að þessu sinni. Kvenfélagskonur buðu bæði uppá á pönnurkökur með rjóma og sultu og svo sykri.

Gekk baksturinn mjög vel enda kjarnakonur á ferðinni. Deigið voru þær búnar að undirbúa að hluta til daginn áður og hófst bakstur klukkan 4:30 og var fyrsta pöntun sótt klukkan sex um morguninn. Öllum frágangi var svo lokið um hádegið og allar pönnukökur komnar á kaffistofur fyrirtækjanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir