Biskup auglýsir Reykholtsprestakall laust

Biskup Íslands hefur auglýst til umsóknar starf sóknarprests í Reykholtsprestakalli en undir það heyra sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Síðumúlasókn auk Reykholtssóknar. Á svæðinu búa nú tæplega eitt þúsund manns. Frestur til að sækja um brauðið rennur út 25. febrúar nk. Skal væntanlegur prestur búa í Reykholti og sitja prestssetrið. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Séra Jón Ragnarsson var nýverið settur til bráðabirgða í starfið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir