Frá Grundafirði sumarið 2019. Ljósm. úr safni/ tfk.

Námsefni fyrir vinnuskólafólk

Vinnuverndarskóli Íslands, VÍS og Grundarfjarðabær hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu á námsefni fyrir ungmenni í vinnuskólum sveitarfélagsins. Efnið er miðað að þeim aldurshópi sem að jafnaði starfar í vinnuskólunum en því til viðbótar verður sér efni fyrir flokkstjóra. Vinna er þegar hafin við gerð efnisins en stefnt er að því að það verði tilbúið fyrir vorið 2021 svo nemendur vinnuskólanna sem hefja störf næsta sumar muni eiga kost á að hafa glöggvað sig á námsefninu. Kennsla mun fara fram í vendinámi líkt og í öðrum námskeiðum Vinnuverndarskóla Íslands, námsefnið rafrænt og verkefnavinna gagnvirk.

Líkar þetta

Fleiri fréttir