Framleiðslan á fullu laust eftir miðnætti í gær.

Bolla, bolla, bolla! Myndasyrpa frá Geirabakaríi í nótt

Bakarateymið í Geirabakaríi í Borgarnesi var mætt til vinnu á miðnætti í gær til þess að græja og gera bollur fyrir bolludaginn mikla í dag. Gunnhildur Lind, blaðamaður Skessuhorns, kíkti með myndavélina í nótt og fékk að fylgjast með handtökunum þegar hressir bakarar undirbjuggu stærsta dag ársins í bakaríinu.

Undirbúningur fyrir bolludaginn hófst fyrir viku þegar byrjað var að baka vatnsdeigsbollur. Yfir 1000 vatnsdeigsbollur eru pantaðar fyrir bolludaginn og annað eins af gerdeigsbollum eru bakaðar fyrir daginn.

Fyrst eru allar bollur skornar í helming. Botninum er raðað á plötur en toppurinn er geymdur þangað til búið er að setja allt inn í bolluna, þá er toppurinn lagður ofan á og súkkulaði eða glassúri smurt yfir.

Allar vatnsdeigsbollur voru fylltar með sultu, vanillubúðingi og rjóma.

Og næst kemur svo rjóminn.

Þorsteinn Guðmundur Erlendsson vaktar rjómann. Þeyttur er 28 lítrar af rjóma í senn sem dugar á 450-500 bollur.

Sissi bakari á rjómavaktinni.

Allar vatnsdeigsbollur eru með ljúffengum vanillubúðingi.

Síðustu lokin í þessari lotu framleiðslunnar að fara á.

Tilbúnar bollur!

Líkar þetta

Fleiri fréttir