Í gær var komið með fyrstu einingar burðarvirkis reiðhallarinnar. Ljósm. Ómar Þór Jóhannsson.

Reising reiðhallar framundan á Akranesi

Í gær var komið með á Æðarodda fyrstu límtréseiningarnar í væntalega reiðhöll hestamannafélagsins Dreyra. Reising hefst því í næstu viku. Það er Fasteignafélag Akraneskaupstaðar sem verður formlegur eigandi hússins en gerður hefur verið langtímasamningur um reksturinn við Dreyra. Það er sambærilegt rekstrarform og milli Akraneskaupstaðar og Golfklúbbsins Leynis um Frístundamiðstöðina við Garðavöll. Reiðhöllin verður 1.125 fermetra límtréshús frá Límtré-Vírneti; 25 metra breitt og 45 metra langt. Jarðvegsskipti voru í haust og búið er að steypa sökkla.

Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin 1. maí 2019. Hana framkvæmdu fulltrúar yngri og eldri hestamanna og sveitarstjórna Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. mm.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira