Komin af neyðarstigi niður á hættustig

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við sóttvarnalækni að færa almannavarnastig úr neyðarstigi í hættustig vegna Covid-19. Þetta kom fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Neyðarstigi var lýst yfir 4. október síðastliðinn, í upphafi þriðju bylgju faraldursins og smitum tók að fjölga verulega. Breytingin hefur engin áhrif á sóttvarnarráðstafanir sem eru í gildi nú samkvæmt reglugerðum heilbrigðisráðherra. Aflétting neyðarstigs mun því ekki hafa í för með sér breytingar gagnvart almenningi. „Ferli sem fer í gang vegna neyðarstigs er lokið, en sóttvarnarlæknir og stýrihópur um verkefni sem snýr að Covid-19, fylgjast eftir sem áður með þróun faraldursins og taka ákvarðanir miðað við framvindu hans,“ segir í tilkynningunni. Frá því að neyðarstigi var fyrst lýst yfir þann 6. mars á síðasta ári hafa verið staðfest 6.033 smit, yfir 46.005 hafa farið í sóttkví og 488.851 sýni verið tekin innanlands og á landamærum. Það hafa 29 einstaklingar látist hér á landi vegna kórónuveirunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.