Skjáskot úr húsnæði málmiðngreina FVA á Google Earth.

Hægt að skoða húsnæði málmiðngreina í tölvunni

Húsnæði málmiðngreina í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi er nú komið inn á Google Earth. „Nú geta áhugasamir skoðað sig um í húsnæði málmiðngreina, rölt um smíða- og vélasal, litið inn í kennslustofur og ýmislegt fleira spennandi – án þess að þurfa að standa upp frá tölvunni,“ segir á heimasíðu FVA. Þá segir að Böðvar Eggertsson, deildarstjóri málmiðngreina eigi heiðurinn af þessum 360° myndum sem hægt er að finna á Google Earth. Til að skoða myndirnar er hægt að smella hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir