Einn einn tveir dagurinn var í gær

Viðbragðsaðilar í Grundarfirði létu ekki sitt eftir liggja á einn einn tveir deginum í gær, 11. febrúar. Sjónum var beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Slökkvilið Grundarfjarðar, sjúkrabíll og björgunarsveitin Klakkur óku með blikkandi ljós og vælandi sírenur fram hjá grunnskólanum og leikskólanum í Grundarfirði og vakti það mikla hrifningu nemenda skólanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir