Stofna Hinsegin Vesturland í kvöld

Stofnfundur félags hinsegin fólks á Vesturlandi verður haldinn með rafrænum hætti í kvöld og hefst kl. 20:00. Félagið verður opið öllu hinsegin fólk, aðstandendum þeirra og öðrum velunnurum. Félagið mun hafa það markmið að standa fyrir viðburðum, fræðslu og ráðgjöf um allt Vesturland.

Fundurinn munn fara fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað en hægt er að finna hann á: eu01web.zoom.us eða í gegnum Facebook Hinsegin Vesturlands

 

Dagskrá:

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra

Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir stofnendur Hinseginleikans

Fundarstörf

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Tillaga að samþykktum félagsins

Ákvörðun félagsgjalds

Kosning stjórnar

Ávarp nýkjörins forseta Hinsegin Vesturlands

Líkar þetta

Fleiri fréttir