
Stofna Hinsegin Vesturland í kvöld
Stofnfundur félags hinsegin fólks á Vesturlandi verður haldinn með rafrænum hætti í kvöld og hefst kl. 20:00. Félagið verður opið öllu hinsegin fólk, aðstandendum þeirra og öðrum velunnurum. Félagið mun hafa það markmið að standa fyrir viðburðum, fræðslu og ráðgjöf um allt Vesturland.
Fundurinn munn fara fram í gegnum Zoom fjarfundabúnað en hægt er að finna hann á: eu01web.zoom.us eða í gegnum Facebook Hinsegin Vesturlands
Dagskrá:
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra
Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir stofnendur Hinseginleikans
Fundarstörf
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Tillaga að samþykktum félagsins
Ákvörðun félagsgjalds
Kosning stjórnar
Ávarp nýkjörins forseta Hinsegin Vesturlands