Grímulausir á barnum

Lögreglumenn sem sinntu sóttvarnaeftirliti höfðu afskipti af gestum í veitingasal á hóteli í Borgarfirði í vikunni. Vel var gætt að hólfaskiptingu í salnum en ekki var gætt að sérstökum salernum fyrir hvert hólf né því að gestir úr mismunandi hólfum hittust á barnum. Þá var grímunotkun ábótavant. Hótelstjóri hét því að bætt yrði úr hið snarasta. Að sögn lögreglu er talsvert um að fólk hringi í Neyðarlínu og tilkynni um möguleg brot á sóttvarnarreglum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir