Slökkvistarf í gangi. Ljósm. ki.

Gelkerti fannst eftir sinubruna

Sinubruni varð við rætur Akrafjalls á föstudag í liðinni viku, eins og greint var frá í Skessuhorni sama dag. Slökkviliðsmenn voru í nokkra klukkutíma að ráða niðurlögum eldsins. Ekkert tjón varð á öðru en sinu vegna brunans. Við skoðun á vettvangi fundu slökkviliðsmenn svokallað gelkerti en það er ekki í fyrsta skipti sem slíkt finnst á vettvangi bruna í umdæminu. Síðar kom í ljós að starfsmaður á Garðavelli hafði séð bjarma um kl. 07:45 um morguninn og nokkru síðar aðila á reiðhjóli bruna fram hjá. Ekki er vitað hver sá aðili var en nokkuð öruggt þykir að sinubruninn hafi verið af mannavöldum, að sögn lögreglu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir