Slökkviliðsmenn starfa oft við heilsuspillandi verkefni. Meðfylgjandi er svipmynd frá gróðureldum í Norðurárdal vorið 2019. Ljósm. mm.

Vilja að bótaréttur slökkviliðsmanna sé viðurkenndur

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) hefur sent inn umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um slysatryggingar almannatrygginga, sem fjalla m.a. um atvinnusjúkdóma og miskabætur. Á Íslandi eru starfandi um þúsund slökkviliðsmenn og af þeim eru rúmlega 400 í fullu starfi og sinna þá flestir einnig sjúkraflutningum. Þeir einstaklingar sem sinna þessum störfum eru útsettir fyrir starfsumhverfi sem vísindalega hefur verið sannað að auki líkur á heilsubresti, þá sérstaklega ákveðnum gerðum krabbameina. Slökkviliðsmenn eru allt að tvöfalt líklegri til að fá ákveðnar gerðir krabbameina. „LSS telur telur brýnt að þeir atvinnutengdu sjúkdómar sem vísindalegar rannsóknir hafa staðfest að slökkviliðsmenn séu útsettir fyrir séu viðurkenndir í lögum og einstaklingum sé tryggður bótaréttur vegna þeirra.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir