Útgerðir í Snæfellsbæ greiða 63,4% af þeim veiðigjöldum sem innheimt eru á Vesturlandi. Ljósm. mm.

Útgerðir á Vesturlandi greiða hálfan milljarð í veiðigjöld

Fiskistofa hefur birt upplýsingar um veiðigjöld sem íslenskar útgerðir greiða í ríkissjóð fyrir nýtingu auðlindarinnar fyrir árið 2020. Alls greiða útgerðir tæplega 4,8 milljarða króna í veiðigjöld fyrir árið 2020, greiddu 6,6 milljarða fyrir 2019 og 11,3 milljarða fyrir 2018. Af 4,8 milljörðum sem ríkissjóður innheimtir koma 505 milljónir króna frá útgerðum á Vesturlandi. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig gjöldin skiptast eftir póstnúmerum í landhlutanum. Langmest greiða útgerðir á Hellissandi og í Rifi, en útgerðir í Snæfellsbæ greiða samanlagt 320 milljónir króna í ríkissjóð eða 63,4% af veiðigjöldum sem innheimt eru á Vesturlandi.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir