Streymisfundur um tækifæri sem eru að verða til í atvinnulífinu

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir opnum streymisfundi á Teams miðvikudaginn 17. febrúar kl. 09:00. Þar mun Hafsteinn Helgason verkfræðingur og ráðgjafi hjá Eflu fara yfir ýmis tækifæri sem eru að verða til í atvinnulífinu. Hafsteinn hefur um árabil komið að ýmsum viðskiptaþróunarverkefnum fyrir hönd fyrirtækisins, en hann var sviðsstjóri viðskiptaþróunar hjá Eflu. Hann hefur leitt verkefni um iðnþróun, staðarval fyrirtækja, innviðauppbyggingu, orku- og vetnismál svo fátt eitt sé nefnt. Þá hefur hann verið kennari við verkfræðideild Háskóla Íslands um langt skeið.

Í tilkynningu frá SSV kemur fram að allir séu velkomnir til þátttöku á fundinum, en skráning fer fram á þessari slóð: https://www.surveymonkey.com/r/vesturlandisokn Nauðsynlegt er að skrá sig á slóðinni með nafni og netfangi í síðasta lagi þriðjudaginn 16. febrúar og í framhaldinu fá þeir sem skrá sig sent fundarboð á Teams.

Líkar þetta

Fleiri fréttir