Öðruvísi öskudagur að þessu sinni

Sóttvarnayfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar varðandi heimsóknir barna í fyrirtæki á öskudaginn sem er í næstu viku. Þar er hvatt til að hátíðarhöld verði einkum haldin á heimavelli; í skólum, frístundaheimilum eða félagsmiðstöðvum. Ef hefð er fyrir því að ganga á milli húsa eða fyrirtækja er mælt með að foreldrafélög tækju upp á sína arma að halda utan um hvar sé hægt að koma og syngja fyrir nammi. Gæta skal fyllstu sóttvarna og gefa skal aðeins sérinnpakkað sælgæti. Þannig banna sóttvarnayfirvöld ekki heimsóknir barna í fyrirtæki, en mæla ekki með því.

Líkar þetta

Fleiri fréttir