
Lifandi og skemmtileg stemning í Nýsköpunarsetrinu Breið
Þróunarfélagið Breið var stofnað á Akranesi síðastliðið sumar þegar fulltrúar 17 fyrirtækja og stofnana skrifuðu undir samkomulag um stofnun félagsins. Síðan hefur félagið opnað nýsköpunar- og rannsóknasetur í gamla HB húsinu þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta deilt vinnuaðstöðu. Mikil uppbygging hefur nú þegar átt sér stað í húsinu en margt er enn á teikniborðinu. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn í Breið nýsköpunarsetur og ræddi við Gísla Gíslason, stjórnarformann Þróunarfélagsins Breiðar, og Valdísi Fjölnisdóttur framkvæmdarstjóra, um starfsemina í húsinu og næstu verkefni.
Sjá Skessuhorn sem kom út í dag.