
Blés til Matfuglsmóts á ísilögðu Vatnshamravatni
Sveinbjörn Eyjólfsson hafði veg og vanda að ístöltmóti sem haldið var á spegilsléttu Vatnshamravatni í Andakíl síðastliðinn sunnudag. Einmuna vetrarblíða var og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Keppt var í þremur flokkum á mótinu; Framtíðin – 17 ára og yngri, Skvísur – konur 18 ára og eldri og Töffarar – karlar 18 ára og eldri. Dómarar voru Lára Gísladóttir í Stóra- Ási og Jón Eyjólfsson á Kópareykjum. Úrslit urðu þessi:
Framtíðin:
- Kristín Eir Hauksdóttir á Sóló frá Skáney
- Hilmar Oddsson á Skildi frá Steinum
- Aníta Eik á Rökkurró frá Reykjavík
- Gísli Sigurbjörnsson á Drift frá Minni-Borg
- Emma Li á Sóley frá Oddstöðum.
Skvísur:
- Elisabeth Marie á Hlökk frá Flagveltu
- Heiða Dís Fjeldsted á Hrafni frá Ferjukoti.
- Viktoría Gunnarsdóttir og Mír frá Akranesi
- Tinna Rut Jónsdóttir Elizondo og Harpa frá Blönduósi
- Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir og Smyrill frá Álftárósi.
Töffarar:
- Viggó Sigurðsson og Björt frá Akureyri.
- Ómar Pétursson og Mósa frá Árdal
- Ólafur Guðmundsson og Eldur frá Borgarnesi
- Bjarki Þór Gunnarsson og Greifi frá Söðulsholti
- Heiðar Árni Baldursson og Vígþór frá Hveravík.
Þess má einnig geta að Guðlaugur Óskarsson tók fjölmargar skemmtilegar myndir á mótinu sem finna má m.a. á facebook síðu hans og Sveinbjarnar.