Lárus Ástmar Hannesson í brautinni. Ljósm. Guðlaugur Óskarsson.

Blés til Matfuglsmóts á ísilögðu Vatnshamravatni

Sveinbjörn Eyjólfsson hafði veg og vanda að ístöltmóti sem haldið var á spegilsléttu Vatnshamravatni í Andakíl síðastliðinn sunnudag. Einmuna vetrarblíða var og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu. Keppt var í þremur flokkum á mótinu; Framtíðin – 17 ára og yngri, Skvísur – konur 18 ára og eldri og Töffarar – karlar 18 ára og eldri. Dómarar voru Lára Gísladóttir í Stóra- Ási og Jón Eyjólfsson á Kópareykjum. Úrslit urðu þessi:

Framtíðin:

 1. Kristín Eir Hauksdóttir á Sóló frá Skáney
 2. Hilmar Oddsson á Skildi frá Steinum
 3. Aníta Eik á Rökkurró frá Reykjavík
 4. Gísli Sigurbjörnsson á Drift frá Minni-Borg
 5. Emma Li á Sóley frá Oddstöðum.

Skvísur:

 1. Elisabeth Marie á Hlökk frá Flagveltu
 2. Heiða Dís Fjeldsted á Hrafni frá Ferjukoti.
 3. Viktoría Gunnarsdóttir og Mír frá Akranesi
 4. Tinna Rut Jónsdóttir Elizondo og Harpa frá Blönduósi
 5. Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir og Smyrill frá Álftárósi.

Töffarar:

 1. Viggó Sigurðsson og Björt frá Akureyri.
 2. Ómar Pétursson og Mósa frá Árdal
 3. Ólafur Guðmundsson og Eldur frá Borgarnesi
 4. Bjarki Þór Gunnarsson og Greifi frá Söðulsholti
 5. Heiðar Árni Baldursson og Vígþór frá Hveravík.

Þess má einnig geta að Guðlaugur Óskarsson tók fjölmargar skemmtilegar myndir á mótinu sem finna má m.a. á facebook síðu hans og Sveinbjarnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir