Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Synja innflutningi á notuðum traktor

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja um innflutning á notaðri dráttarvél frá Danmörku. „Óheimilt er að flytja til landsins notuð landbúnaðartæki. Matvælastofnun getur þó heimilað innflutning ef sannað þykir að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum,“ segir í tilkynningu frá MAST. Innflytjandinn hélt því fram að dráttarvélin hefði aldrei verið notuð í landbúnaði heldur einungis við slátt á fótboltavelli erlendis. Matvælastofnun taldi það ekki sannað auk þess sem vélin væri það ryðguð og illa farin að sótthreinsun væri óframkvæmanleg. Þar við situr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir