Hér má sjá hvar hægt er að fara inn í netspjallið.

Borgarbyggð hefur opnað netspjall

Borgarbyggð opnaði á mánudaginn netspjall á heimasíðu sveitarfélagsins. Þegar vefsíðan borgarbyggd.is er opnuð birtist gluggi neðst í hægra horni þar sem hægt er að fara inn í netspjallið. Spjallið verður fyrst um sinn opið alla virka daga frá kl. 9:30-15:00. Á heimasíðu sveitarfélagsins er greint frá því að netspjallið sé liður í því að auka þjónustu þjónustuvers sveitarfélagsins fyrir íbúa og gesti. „Hlutverk þjónustuversins er að veita hágæða þjónustu og að vera upplýsingaveita fyrir íbúa Borgarbyggðar og aðra sem leita til þjónustuversins, óháð þeirri leið sem erindi berast,“ segir á vef sveitarfélagsins. Hægt verður að senda skilaboð í gegnum netspjallið utan opnunartíma og verður þeim þá svarað þegar spjallið er opnað aftur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir