Tækjasalurinn ekki opnaður í dag

Á miðnætti tóku gildi rýmri samkomutakmarkanir og máttu heilsu- og líkamsræktarstöðvar opna tækjasali á ný, með skilyrðum. Ekki mega fleiri en 20 manns vera í hverju rými og þeir skulu skrá þátttöku sína fyrirfram. Á heimasíðu ÍA segir að engar breytingar verði þó gerðar á opnun þreksala á Jaðarsbökkum í dag. „Til að framfylgja sóttvarnarreglum og reglum um skráningu og fjölda þarf ÍA að fá, í samstarfi við Akraneskaupstað, lengri tíma til þess að skoða útfærslu á framkvæmd opnunar,“ segir á vef ÍA. Vonast er til þess að lausn finnist á næstu dögum svo hægt verði að opna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir