Vara við slitlagsskemmdum

Vegagerðin varar við slitlagsskemmdum á Þjóðvegi eitt, á milli Borgarness og Varmahlíðar í Skagafirði og á Vestfjarðarvegi 60, frá Dalsmynni að Reykhólasveit. Hefur ásþungi á þessum vegum verið lækkaður niður í sjö tonn frá hádegi í dag, 5. febrúar. Á vef Ríkisútvarpsins er greint frá því að tjörublæðingar eru bæði á vestanverðum Svínadal í Dölum og í Reykhólasveit. Töluvert tjón var á bifreiðum um miðjan desember vegna tjörublæðinga milli Borgarfjarðar og Húnavatnssýslu. Ef aðstæður nú eru ámóta ættu ökumenn að fylgjast vel með ástandi veganna á umræddum leiðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir