Þyrla í lágflugi yfir Norðurárdalnum

Ábúendur á Glitstöðum í Norðurárdal hrukku upp um miðja nótt aðfararnótt þriðjudags þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flaug þar yfir í lágflugi, lægra en venja er til, svo drundi í húsum. Þarna var TF-EIR á ferð en þyrlan hafði verið kölluð út til að sækja veikan einstakling. Þyrlan fór til móts við sjúkrabíl og lenti nærri Fornahvammi, að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Eftir flugtak var flugið hækkað en vegna ókyrrðar í lofti varð að lækka flugið aftur niður í þúsund fet og fljúga þannig út Norðurárdalinn. Þyrlan flutti sjúklinginn á Landspítalann í Fossvogi og lenti þar með hann klukkan 4:38 aðfararnótt þriðjudags.

Líkar þetta

Fleiri fréttir