Tæp sjötíu þúsund tonn koma í hlut íslenskra útgerða

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra beið ekki boðanna eftir að Hafrannsóknastofnun mælti með auknum 127.300 tonna veiðum úr loðnustofninum síðdegis í gær og undirritaði í morgun reglugerð um veiðar á loðnu á þessari vertíð. Hún heimilar íslenskum skipum að veiða 69.834 tonn. Taka þarf tillit til gildandi samninga við önnur ríki áður en til úthlutunar á loðnukvóta kemur til íslenskra skipa. Annars vegar er samningur við Norðmenn vegna þorskveiða íslenskra skipa í Barentshafi og hins vegar tvíhliða samningur við Færeyjar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir