Sýrlenskur veitingastaður opnaður á Akranesi

Sýrlenski veitingastaðurinn Flamingo Kebab var opnaður við Stillholt 23 á Akranesi um liðna helgi. Þar er hægt að fá samlokur, vefjur, salöt og annan sýrlenskan skyndibita. Það eru þau Heba Ajaraki og Maher Al-Habbal sem eiga og reka Flamingo Kebab en þau koma bæði frá Sýrlandi. Hægt er að finna Flamingo Kebab á Facebook og skoða þar matseðilinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir