Bílar sem kveikt er á afturljósum á sjást einfaldlega miklu betur en aðrir í umferðinni.

Ökumönnum láist að kveikja á afturljósum

Að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi er mjög algengt að ökumenn gæti ekki að því að afturljós bifreiða séu kveikt heldur aki aðeins með dagljósabúnað. Í mörgum nýlegum bifreiðum er búnaði þannig háttað að ekki kviknar sjálfkrafa á afturljósunum. Þetta getur verið stórvarasamt þegar skyggni er lélegt og skapað hættu á aftanáakstri. Sektin fyrir slíkt brot nemur um 20 þúsund krónum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir