Vel búinn bíll frá Mountain Taxa.

Nú er hægt að kaupa dorgveiðileyfi í Úlfsvatni

Á fundi stjórnar Veiðifélags Arnarvatnsheiðar fyrr í vikunni var samþykkt að bjóða upp á leyfi til dorgveiða í Úlfsvatni. Stöngin mun kosta fimm þúsund krónur og eru menn beðnir um að setja sig í samband við Snorra Jóhannesson veiðivörð (s. 892-5052) til að fá upplýsingar um færð og annað sem nauðsynlegt er að vita ef menn ætla í vetrarferð inn á heiðina.

Þar sem ekki eru allir búnir farartækjum til vetrarferða upp á hálendið bendir veiðifélagið á að Kristján Kristjánsson sem rekur Mountain taxa ætlar að bjóða upp á ferðir í dorgveiði á heiðina núna í vetur en Kristján er vel kunnugur á svæðinu og með góða bíla í slík vetrarferðalög.

Líkar þetta

Fleiri fréttir