Eldur kviknaði við rætur Akrafjalls í morgun. Ljósm. ki

Gekk ágætlega að slökkva eldinn

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út um klukkan átta í morgun vegna sinubruna við rætur Akrafjalls. Slökkvistarfi er nú lokið og að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra gekk ágætlega að slökkva eldinn, þrátt fyrir mikinn vind á svæðinu. Ekkert tjón varð af eldinum ef frá er talið tjónið á þeim gróðri sem varð eldinum að bráð. Slökkviliðið mun vakta svæðið fram eftir degi til að ganga úr skugga um að eldur breiðist ekki út á ný. Eldsupptök eru ókunn.

Ljósm. Jens Heiðar Ragnarsson

Líkar þetta

Fleiri fréttir