Fyrsta skóflustunga. Sævar Freyr Þráinsson, Valgarður Lyngdal Jónsson. Ingunn Ríkharðsdóttir, Valgerður Janusdóttir, Ingunn Sveinsdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, Bára Daðadóttir og Ragnar Baldvin Sæmundsson aðstoðar leikskólanemanda við Garðasel. Ljósm. Skessuhorn/frg.

Fyrsta skóflustunga að nýjum leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla í Skógarhverfi á Akranesi í dag. Þar er um að ræða sex deilda leikskóla með möguleika á stækkun í átta deildir. Hönnuðir leikskólans eru Batteríið arkitektar, Landslag og Verkís.

Tvær deildir og vinnurými kennara og aðstaða verður á annarri hæð og útileikrými á hluta af þakinu. Skábraut af deildum á annarri hæð út á lóðina þar sem tillaga er um rennibraut að hluta og undir skábrautinni eru ma. geymslur. Miðrými / salur í skólanum mun gefa honum flotta mynd þar sem lofthæð er mikil og tækifærin mörg. Lyfta er við inngang skólans. Rými barna og starfsfólk hafa verið rýnd vel og mikið lagt upp úr því að gera vel þar.

Í máli Sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra við athöfnina er áætlað að framkvæmdir við hinn nýja leikskóla hefjist 20. febrúar næstkomandi.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira