Fjórum árum áður en Blíða SH sökk hafði hún í október 2015 steytt á skeri og var þessi mynd tekin þá. Ljósm. úr safni Skessuhorns/ sá.

Skýrsla um þegar Blíða sökk á Breiðafirði

Rannsóknanefnd samgönguslysa skilaði 29. janúar síðastliðinn lokaskýrslu um atvikið þegar Blíða SH-277 sökk á Breiðafirði 5. nóvember 2019. Skipið hafði verið á beitukóngsveiðum. Í atvikaskráningu af óhappinu kemur fram að skipið hafi sokkið mjög skyndilega en orsakir lekans liggja ekki fyrir. Þrír skipverjar komust á kjöl björgunarbáts og var bjargað um borð í Leyni SH-120. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur fram að staðsetning skipsflaksins sé þekkt og liggur það á um 40 metra dýpi norður af Langeyjum. Í tönkum skipsins er talið að séu um þrjú þúsund lítrar af gasolíu auk 400 lítra af glussaolíu. Rannsóknarnefndin telur afar mikilvægt, m.a. vegna rannsóknarhagsmuna, að í tilfellum sem þessum sé skipsflak tekið upp og vísar í því samhengi til atviks þegar Jón Hákon BA sökk á Vestfjarðamiðum í byrjun júlí 2015.

Líkar þetta

Fleiri fréttir