Dreifing loðnu í leiðangrinum 26.-30. janúar síðastliðinn. Graf: Hafró.

Loðnukvótinn tvöfaldaður miðað við síðustu tillögur

Hafrannsóknastofnun hefur nú lagt til að loðnukvóti á vertíðinni 2020/21 verði aukinn í 127.300 tonn. Kemur sú ráðgjöf í stað þeirrar sem gefin var út 24. janúar síðastliðinn. Byggir ráðgjöfin á summu tveggja leiðangra sem fóru fram seinni part janúar og gáfu mat á stærð hrygningarstofns loðnu upp á samtals 650 þúsund tonn.

„Dreifing loðnu ásamt forsendum um göngustefnu og tímasetningar var lögð til grundvallar á ákvörðun um samlagningu mælinganna með þessum hætti. Heildaryfirferð þessara tveggja leiðangra er talin ná yfir allt útbreiðslusvæði hrygningarloðnu. Það gilti ekki um mælingar í desember og fyrri hluta janúar og því voru niðurstöður þeirra ekki notaðar í þessari lokaráðgjöf. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Samkvæmt því leiðir þessi heildarmæling til veiðiráðgjafar upp á 127 300 tonn veturinn 2020/21 og kemur í stað fyrri ráðgjafar frá því í janúar,“ segir í tilkynningu frá Hafró.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira