Hvasst á Snæfellsnesi í dag

Bálhvasst hefur verið í dag á Snæfellsnesi. Á vef Vegagerðarinnar er óveðursmerki á sunnanverðu nesinu en vindhviður hafa farið mest í 34 metra á sek. í Ólafsvík. Í Grundarfirði hafa hviður farið í 32 metra. Slæmt ferðaveður hefur verið á þjóðvegunum og eru vegfarendur beðnir að sýna varúð þegar ekið er um Búlandshöfða vegna klaka og grjóts sem gætir hrunið úr fjallinu þegar hlánar. Það á einnig við um veginn um Ólafsvíkurenni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir