Frumvarp til stuðnings litlum brugghúsum

Þórarinn Ingi Pétursson og fleiri þingmenn Framsóknarflokks hafa lagt fram frumvarp á þingi er snertir smásölu og afslátt af áfengisgjöldum til stuðnings smærri innlendum áfengisframleiðendum. Helsta nýjungin sem kemur fram í frumvarpinu snertir heimild til smásölu á framleiðslustað smærri áfengisframleiðenda, þ.e. framleiðendur á öli og sterku áfengi, sem og afslættur af áfengisgjöldum. „Markmið frumvarpsins er að auka stuðning til smærri innlenda áfengisframleiðenda og auka samkeppnishæfni þeirra, en mikil gróska hefur verið í greininni undanfarin ár. Þá sérstaklega á landsbyggðinni. Einnig er frumvarpinu ætlað að stuðla að frekari atvinnutækifærum t.a.m. innan ferðaþjónustunnar,“ segir í tilkynningu frá málshefjendum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir