Fjölbrotamaður á stolnum bíl

Ökumaður sem Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði við eftirlit í vikunni sem leið reyndist undir áhrifum áfengis og fíkniefna, sviptur ökuréttindum og á stolnum bíl. Ökumaðurinn var handtekinn og þegar komið var á lögreglustöð reyndist bíllinn vera með stolnar númeraplötur. Þá fundust einnig númeraplötur af öðrum bíl í umræddum bíl. Við athugun reyndist ökumaður ekki hafa stolið bílnum heldur fengið hann lánaðan hjá öðrum aðila en sá hafði hinsvegar stolið bílnum og skipt um númeraplötur á honum.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Stangveiðar með drónum

Þegar blaðamaður Skessuhorns renndi niður Facebook í morgun rakst hann á athyglisverða auglýsingu. Þar auglýsti Suður-Afríska fyrirtækið Gannet búnað fyrir... Lesa meira