Ingi Magnús Ómarsson horfir björtum augum til framtíðar. Ljósm. frg.

Kraftur er öðruvísi en allt annað

Á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar, stendur Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, fyrir söfnunarþætti í opinni dagskrá á Sjónvarpi Símans. Félag þetta hefur reynst ungu fólki og aðstandendum þess afar dýrmætt þegar veikindi koma upp. Af þessu tilefni ræðir Skessuhorn við ungan Skagamann sem glímt hefur við erfið veikindi. Í sumar verða sex ár liðin síðan krabbamein greindist í Inga Magnúsi Ómarssyni. Það var 31. júlí árið 2015 sem hann fór að finna fyrir breytingum á eista. Hann hitti lækni á sjúkrahúsinu á Akranesi sem skoðaði hann og sendi hann í framhaldi til nánari skoðunar á Landspítalanum. Þar var hann ómskoðaður og áður en endanlegar niðurstöður þeirrar skoðunar lágu fyrir var honum tjáð það það væru yfirgnæfandi líkur á að þetta væri krabbamein.

Ingi Magnús deilir reynslu sinni í viðtali sem birtist í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir