Íbúum fækkaði á Vesturlandi milli mánaða

Samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár fækkaði íbúum á Vesturlandi um ellefu frá 1. janúar til 1. febrúar á þessu ári, en það jafngildir tæplega 0,1% fækkun. Íbúar í landshlutanum eru nú 16.694. Íbúum á Akranesi fjölgaði um 25 í nýliðnum mánuði og í Hvalfjarðarsveit um 13. Íbúum í Borgarbyggð fækkaði hins vegar um 21 í janúar, í Grundarfirði fækkaði um 14 íbúa, tíu í Dalabyggð og sjö í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir