Einn í einangrun á Vesturlandi

Í gær greindist ekkert nýtt innanlandssmit af Covid-19, en eitt virkt smit var greint í sýnatöku við landamærin. 20 manns eru nú í sóttkví á landinu og 38 í einangrun með veiruna. Nýgengi innanlandssmita er nú 4,9 á hverja 100 þúsund íbúa.

Hér á Vesturlandi er nú einn í einangrun með veiruna. Er sá á svæði heilsugæslustöðvar HVE í Borgarnesi. Enginn er í sóttkví.

Líkar þetta

Fleiri fréttir