Bugsgilið að nýju fært þurrum fótum

Búið er að tengja að nýju saman vegslóðann yfir Bugsgilið í Snæfellsbæ. Það var Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík sem stóð fyrir framkvæmdinni. Sprengt var grjót og fyrr að tveimur rörum á þeim stað sem brú var áður, en hún hrundi fyrir nokkrum árum. Styrkur fékkst frá reiðveganefnd hestamannafélagsins Snæfellings og fleirum til verksins. Tilgangurinn með þessari framkvæmd var að bæta aðstöðu hestamanna til útreiða sem og allra annarra sem eiga leið þarna um.

Líkar þetta

Fleiri fréttir