Uppistöðulón Urðarfellsvirkjunar í landi Húsafells. Ljósm. úr safni/ mm.

Opinn fundur um smávirkjanir á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir opnum fundi á Teams á morgun, miðvikudag, klukkan 9:00 þar sem fjallað verður um smávirkjanir á Vesturlandi. Þeir Arnar Bergþórsson og Arnar Már Björgvinsson frá fyrirtækinu Arnarlæk kynna þar skýrslu sem þeir hafa unnið um smávirkjanir á Vesturlandi. „Í skýrslunni er farið yfir frumúttekt á valkostum fyrir smávirkjanir á Vesturlandi, en alls voru 70 valkostir skoðaðir. Að auki er í skýrslunni fjallað almennt um ferlið við uppbyggingu smávirkjana,“ segir á vef SSV. Hægt er að skrá sig á fundinn í gegnum heimasíðu SSV.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.