Gunnar Ingiberg býður sig fram fyrir Pírata

Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fyrrverandi varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi, er búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík. Hann er menntaður skipstjórnarmaður, rekur eigin smábátaútgerð og hefur hug á því að fylgja eftir sjávarútvegstefnu Pírata.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira