Hérna eru fulltrúar UMFG ásamt bæjarráði Grundarfjarðarbæjar við afhendingu húsnæðisins.

UMFG fær húsnæði undir rafíþróttadeildina

Ungmennafélag Grundarfjarðar fékk á dögunum afhent húsnæði til afnota fyrir nýstofnaða rafíþróttadeild félagins. Húsnæðið er í eigu Grundarfjarðarbæjar og er stefnt á að taka það í notkun á næstu vikum. Ungmennafélag Grundarfjarðar hóf vinnu við stofnun rafíþróttadeildar snemma á síðasta ári og nú er sú vinna langt komin. Búið er að kaupa tölvubúnað, fá húsnæði og halda kynningu fyrir foreldra. Næstu skref eru að ganga frá ráðningu þjálfara. Einnig er búið að ganga frá öflugri nettengingu í húsið en hún kemur úr ljósleiðaranum sem er í ráðhúsinu sem er staðsett við hliðina á þessu húsnæði. Það eru því spennandi tímar framundan hjá ungmennum í Grundarfirði en rafíþróttir eru orðnar vinsælar og spretta rafíþróttadeildir víðsvegar upp hjá íþróttafélögum landsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira