Af Breiðinni á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson.

Tvær febrúarúthlutanir Mæðrastyrksnefndar

„Gjafmildi Kaupfélags Skagfirðinga við hjálparstofnanir gerir okkur kleift að úthluta matvælum tvisvar í febrúarmánuði, þriðjudaginn 9. febrúar og miðvikudaginn 24. febrúar frá kl 12-16,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd Akraness. Úthlutunin verður nú í HB Granda húsinu við Bárugötu 8-10.

Umsækjendur geta sótt um í síma 859-3000 og í 859-3200 og á netfanginu maedrastyrkurakranes@gmail.com Símatími er þriðjudaginn 2. febrúar og miðvikudaginn 3. febrúar frá kl. 11-13 báða dagana.

„Mikilvægt er að sækja um á auglýstum tíma því við þurfum að panta matinn fimmtudaginn 4. febrúar. Það er hægt að skrá sig í báðar úthlutanirnar. Einungis nýir umsækjendur þurfa að skila inn gögnum að þessu sinni; búsetuvottorði og staðgreiðsluskrá.“

Styrktareikningur Mæðrastyrksnefndar er: 0552-14-402048 kt: 411276-0829. „Við þiggjum líka glaðar matvörur ef einhver fyrirtæki geti styrkt okkur með það. Ath. við gefum út reikning fyrir bókhaldið.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir