Af Breiðinni á Akranesi. Ljósm. Jónas H Ottósson.

Tvær febrúarúthlutanir Mæðrastyrksnefndar

„Gjafmildi Kaupfélags Skagfirðinga við hjálparstofnanir gerir okkur kleift að úthluta matvælum tvisvar í febrúarmánuði, þriðjudaginn 9. febrúar og miðvikudaginn 24. febrúar frá kl 12-16,“ segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd Akraness. Úthlutunin verður nú í HB Granda húsinu við Bárugötu 8-10.

Umsækjendur geta sótt um í síma 859-3000 og í 859-3200 og á netfanginu maedrastyrkurakranes@gmail.com Símatími er þriðjudaginn 2. febrúar og miðvikudaginn 3. febrúar frá kl. 11-13 báða dagana.

„Mikilvægt er að sækja um á auglýstum tíma því við þurfum að panta matinn fimmtudaginn 4. febrúar. Það er hægt að skrá sig í báðar úthlutanirnar. Einungis nýir umsækjendur þurfa að skila inn gögnum að þessu sinni; búsetuvottorði og staðgreiðsluskrá.“

Styrktareikningur Mæðrastyrksnefndar er: 0552-14-402048 kt: 411276-0829. „Við þiggjum líka glaðar matvörur ef einhver fyrirtæki geti styrkt okkur með það. Ath. við gefum út reikning fyrir bókhaldið.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira