Stutt í að Vesturland verði án veirunnar

Hér innanlands var ekkert smit Covid-19 greint í gær, en tíu greindust á landamærunum. Nú eru 41 í einangrun með sjúkdóminn hér á landi og 22 eru í sóttkví. Hér á Vesturlandi er staðan sú, samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Vesturlandi, að einn er í einangrun á starfssvæði HVE í Borgarnesi, og einn í sóttkví á sama svæði. Að öðru leyti er landshlutinn veirulaus.

Líkar þetta

Fleiri fréttir