Stórþorskur á leið í land. Ljósm. af.

Mokveiði hjá línubátunum

Mjög góð aflabrögð voru í öll veiðarfæri um helgina hjá bátum sem gera út frá höfnum í Snæfellsbæ. Sem dæmi landaði Hafdís SK, sem er beitningarvélarbátur, í gærkvöldi 25 tonnum eftir eina lögn.

Á Arnarstapa var landað um helgina 135 tonnum af sex línubátum sem mokfiskuðu og var nóg um að vera á hafnasvæðinu þar, enda höfnin ekki stór og því þröng á þingi þegar margir leggja að á sama tíma. Aðeins er einn löndunarkrani og þurfa sjómenn því að sýna biðlund uns röðin kemur að þeim í löndun. Á meðfylgjandi mynd er Emanúel Magnússon skipstjóri á Óla G GK ásamt skipverjanum Senjor að landa afla dagsins sem var um ellefu tonn af stórþorski.

Líkar þetta

Fleiri fréttir