Bílvelta við Hvalfjarðargöng

Í síðustu viku var bíl velt útaf veginum sunnan við hringtorgið við Hvalfjarðargöng að norðanverðu. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahúsið á Akranesi. Annar aðilinn var síðan fluttur til Reykjavíkur. Að sögn lögreglu er grunur um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna og er málið til rannsóknar. Þess má geta að bíllinn var enn utan vegar við göngin síðastliðinn laugardag þegar meðfylgjandi mynd var tekin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir