Tveir í einangrun og enginn í sóttkví

Á síðustu dögum hafa einungis örfáir verið greindur með Covid-19 innanlands og eru landsmenn samkvæmt því að standa sig frábærlega í sóttvörnum. Nýgengi innanlandssmita er nú 6,8 af 100 þúsund íbúum og fáar þjóðir heims í svo góðum málum. Nú eru 43 nú í einangrun á landinu vegna kórónuveirunnar, 28 í sóttkví og 17 liggja eru á sjúkrahúsi.

Tveir eru nú í einangrun á Vesturlandi samkvæmt nýju upplýsingum Lögreglunnar á Vesturlandi, báðir í umdæmi heilsugæslustöðvar HVE í Borgarnesi. Enginn er í sóttkví í landshlutanum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir