Hluti hópsins í Leifsstöð í gær. Ljósm. KKÍ.

Íslenska kvennalandsliðið mætt til Slóveníu

Íslenska kvennalandsliðið í körfu hélt í gær af stað i ferðalag til að taka þátt í leikjum undankeppni Evrópumótsins í Ljubljana í Slóveníu. Vegna takmarkaðra möguleika í flugsamgöngum hélt hópurinn af stað í gær og flaug með Icelandair til Amsterdam og dvaldi á flugvallarhóteli þar í góðu yfirlæti í nótt. Hópurinn fór svo í morgun á áfangastað og tekur sína fyrstu æfingu seinnipartinn í dag í Ljubljana.

Leikir landsliðanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar – 7. febrúar og verða í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum stöðum. Leikið verður gegn Grikkjum 4. febrúar og 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Skallagrími meðal liðsfélaga, en hún á að baki flesta landsleiki, eða 55 að tölu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira