Hluti hópsins í Leifsstöð í gær. Ljósm. KKÍ.

Íslenska kvennalandsliðið mætt til Slóveníu

Íslenska kvennalandsliðið í körfu hélt í gær af stað i ferðalag til að taka þátt í leikjum undankeppni Evrópumótsins í Ljubljana í Slóveníu. Vegna takmarkaðra möguleika í flugsamgöngum hélt hópurinn af stað í gær og flaug með Icelandair til Amsterdam og dvaldi á flugvallarhóteli þar í góðu yfirlæti í nótt. Hópurinn fór svo í morgun á áfangastað og tekur sína fyrstu æfingu seinnipartinn í dag í Ljubljana.

Leikir landsliðanna fara fram í landsliðsglugga FIBA dagana 31. janúar – 7. febrúar og verða í öruggri „bubblu“ sem FIBA setur upp fyrir öll liðin í A-riðli undankeppninnar. Leikirnir í undankeppninni hjá öllum liðum í nóvember og nú í febrúar áttu að vera heima og að heiman líkt og venjulega en var breytt fyrir alla riðlana níu í keppninni í einangraða leikstaði á nokkrum stöðum. Leikið verður gegn Grikkjum 4. febrúar og 6. febrúar gegn heimastúlkum í Slóveníu. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Skallagrími meðal liðsfélaga, en hún á að baki flesta landsleiki, eða 55 að tölu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir