Hluti ÍATV manna við upptökur fyrir skömmu. F.v. Örn, Arnar, Snorri, Heiðar Mar og Ingimar Elfar. Ljósm. mm

Leikir Kára og ÍA sýndir á ÍATV um helgina

Þrátt fyrir að hafa sinnt mörgum skemmtilegum verkefnum síðustu vikur kveðast ÍATV menn hafa saknað fótboltans eins og fjölmargir fleiri. Í kvöld byrjar fótboltinn aftur að rúlla og munu forsvarsmenn ÍATV ekki láta það fara framhjá sér, áhorfendum og þeim til ánægju. Sent verður út frá Akraneshöll í kvöld þegar Knattspyrnufélagið Kári tekur á móti KFR (Knattspyrnufélagi Rangæinga) í riðli 2 í C-deild í Fótbolti.net-mótinu. Útsending hefst kl. 19:45.

Á morgun, laugardag verður svo sent út frá leik ÍA og HK í riðli 1 í A-deild sama móts. Útsending frá Akraneshöll hefst kl. 11:45.

Slóðir á útsendingu eru:

Kári-KFR: https://www.youtube.com/watch?v=f0XxLoB7oLI

ÍA-HK: https://www.youtube.com/watch?v=9M7Q1drKBkE

„Athugið að áhorfendur eru ekki leyfðir á þessum leikjum. Það kostar ekki krónu að horfa á ÍATV en ef þú vilt leggja okkur lið er það mjög einfalt:

Reikningur: 0552-14-402604

Kennitala: 670169-2199 (ÍA)

Góða íslenska fótboltahelgi!“

Líkar þetta

Fleiri fréttir