Körfuknattleikssambandið er 60 ára í dag

Í dag er þess minnst að 60 ár eru liðin frá því Körfuknattleikssamband Íslands var stofnað. Hannes S Sigurðsson formaður KKÍ ritar grein hér á vefinn þar sem hann minnist tímamótanna. Hann segir m.a.: „Við bárum þær væntingar í brjósti að geta fagnað þessum merkisdegi með hreyfingunni. Sá fögnuður þarf að bíða betri tíma þar sem aðstæður í þjóðfélaginu bjóða ekki upp á veglegar samkomur. Við getum þó fagnað með okkar nánustu og notið þess að fylgjast með þeim aragrúa leikja sem sýndir eru í sjónvarpinu eða í netstreymi aðildarfélaga KKÍ, enda er varla leikið án útsendingar þessi dægrin. Við gleðjumst yfir góðu samstarfi við fjölmiðla eins og dugnaði og elju félaganna við að koma sér upp eigin netsjónvarpsstöðvum, enda körfubolti svo sannarlega ein vinsælasta íþróttagrein landsins.“

Sjá grein Hannesar hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira